160 milljarðar í árshagnað 8. janúar 2006 00:20 Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums - Burðaráss. Straumsmönnum er spáð mestum hagnaði á fjórða ársfjórðungi eða yfir þrettán milljörðum samkvæmt spám Íslandsbanka og Landsbankans. Gengishagnaður leikur stórt hlutverk í uppgjöri félaganna. Því er spáð að hagnaður fimmtán helstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fyrir allt árið 2005 verði yfir 160 milljarðar króna, þar af um 59 milljarðar á síðasta árshluta. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans birtu fyrir helgi afkomuspár sínar. Bankarnir gera ráð fyrir að keppinautarnir í KB banka skili bestri niðurstöðu eða nærri 47 milljarða króna hagnaði. Því er spáð að Straumur - Burðarás hagnist um 27 milljarða, Landsbankinn um 25 milljarða og Íslandsbanki um 23 milljarða króna. FL Group kemur svo í fimmta sæti með sautján milljarða króna hagnað á árinu 2005 en búist er við mjög góðum tölum frá félaginu á fjórða ársfjórðungi. Fjórföldun á fjórða ársfjórðungiÞegar einvörðungu er litið til síðasta ársfjórðungs nýliðins árs er ljóst að hagnaður fyrirtækjanna jókst gríðarlega samanborið við sama tímabil í fyrra. Í afkomuspám bankanna kemur fram að gengishagnaður sé meginástæðan fyrir þessum umskiptum en hann hefur aldrei verið meiri en á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn spáir því til dæmis að afkoma Kauphallarfélaga verði fjórfalt meiri á fjórða ársfjórðungi 2005 en á sama tíma í fyrra og gerir ráð fyrir að hagnaður þeirra verði tæpir 54 milljarðar króna en var til samanburðar rúmir þrettán milljarðar á sama tíma árið 2004. Íslandsbanki spáir lægri hagnaði eða um 49 milljörðum á fjórða ársfjórðungi en töluverður munur er á spám bankanna til uppgjörs Straums. Niðurstaðan er sú að hagnaður fyrirtækjanna verður um 59 milljarðar að meðtaldri afkomu Íslandsbanka og Landsbankans sem spá auðvitað ekki fyrir um eigin afkomu. Straumur í fyrsta sætiÞað kemur kannski á óvart að hagnaður Straums - Burðaráss verður meiri en hagnaður KB banka á fjórða ársfjórðungi gangi spárnar eftir. Afkoma Straums - Burðaráss var aðeins 127 milljónir á lokahluta ársins 2004 en verður nú um 13,3 milljarðar króna samkvæmt spám bankanna. KB banki heldur áfram að mala gull og skilar um 11,9 milljörðum í hagnað samkvæmt spánum en 46,7 milljörðum fyrir árið í heild. Þá býst greiningardeild Landsbankans við um 7,2 milljarða hagnaði Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi og 22,8 milljörðum á öllu nýliðnu ári. Íslandsbanki gerir hins vegar ráð fyrir að Landsbankinn hagnist um átta og hálfan milljarð á fjórða ársfjórðungi og ársafkoman verði jákvæð um 25 milljarða. Hagnaður hjá fyrirtækjum í framleiðslu, þjónustu og iðnaði verður töluvert minni en hagnaður fjármálafyrirtækjanna. Þannig hljóðar meðaltalsspá bankanna tveggja að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 15,7 milljarðar á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn reiknar með að hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,4 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi, sem er meira en sjö milljarða aukning á milli ára. Það að hagnaður eftir skatta er hærri en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir skýrist af gríðarlegum gengishagnaði FL Group á eignarhlut sínum í easyJet á síðasta ársfjórðungi. Bjart framundanGreining Íslandsbanka er bjartsýn á árið 2006. Þannig býst bankinn við að Úrvalsvísitalan hækki um 20 prósent en þess má geta að á fyrstu dögum ársins hefur hún hækkað um tæp sex prósent. "Enn er góður gangur í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyrirtækjanna eru almennt séð góðar. Útrás og hröð framþróun stærstu fyrirtækjanna mun áfram spila stórt hlutverk á markaðnum," segir í skýrslu bankans. Fjárfestingarráðgjöf bankans breytist að því leyti að mælt er með yfirvogun Landsbankans og FL Group sem þýðir það að þessi tvö félög muni skila betri ávöxtun en markaðurinn á næstu 3-6 mánuðum. Actavis færist í markaðsvogun en Össur í undirvogun. Landsbankinn gerir ráð fyrir minni hækkunum hlutabréfaverðs og áætlar að hlutabréf hækki að meðaltali um tólf prósent, sem er ávöxtunarkrafa bankans til markaðarins. Þar sem Úrvalsvísitalan hækkar mun minna í ár en undangengin þrjú ár er ljóst að hagnaður fjármálafyrirtækja mun dragast nokkuð saman á árinu 2006. eggert@frettabladid.is Afkoma félaga í Kauphöll Íslands* (upphæðir í milljónum króna) ÁrsafkomaFjórði ársfjórðungurActavis5.3351.855Bakkavör3.3431.021Dagsbrún788237FL Group17.24610.673HB Grandi757-177Icelandic Group2850Íslandsbanki22.7817.194KB banki46.67211.923Kögun636201Landsbanki24.7078.501Marel508111Mosaic Fashions1.455533SÍF968979Straumur27.32413.261Tryggingamiðstöðin7.9832.596Össur866315Alls161.39759.273 * Meðaltalsspá greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Því er spáð að hagnaður fimmtán helstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fyrir allt árið 2005 verði yfir 160 milljarðar króna, þar af um 59 milljarðar á síðasta árshluta. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans birtu fyrir helgi afkomuspár sínar. Bankarnir gera ráð fyrir að keppinautarnir í KB banka skili bestri niðurstöðu eða nærri 47 milljarða króna hagnaði. Því er spáð að Straumur - Burðarás hagnist um 27 milljarða, Landsbankinn um 25 milljarða og Íslandsbanki um 23 milljarða króna. FL Group kemur svo í fimmta sæti með sautján milljarða króna hagnað á árinu 2005 en búist er við mjög góðum tölum frá félaginu á fjórða ársfjórðungi. Fjórföldun á fjórða ársfjórðungiÞegar einvörðungu er litið til síðasta ársfjórðungs nýliðins árs er ljóst að hagnaður fyrirtækjanna jókst gríðarlega samanborið við sama tímabil í fyrra. Í afkomuspám bankanna kemur fram að gengishagnaður sé meginástæðan fyrir þessum umskiptum en hann hefur aldrei verið meiri en á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn spáir því til dæmis að afkoma Kauphallarfélaga verði fjórfalt meiri á fjórða ársfjórðungi 2005 en á sama tíma í fyrra og gerir ráð fyrir að hagnaður þeirra verði tæpir 54 milljarðar króna en var til samanburðar rúmir þrettán milljarðar á sama tíma árið 2004. Íslandsbanki spáir lægri hagnaði eða um 49 milljörðum á fjórða ársfjórðungi en töluverður munur er á spám bankanna til uppgjörs Straums. Niðurstaðan er sú að hagnaður fyrirtækjanna verður um 59 milljarðar að meðtaldri afkomu Íslandsbanka og Landsbankans sem spá auðvitað ekki fyrir um eigin afkomu. Straumur í fyrsta sætiÞað kemur kannski á óvart að hagnaður Straums - Burðaráss verður meiri en hagnaður KB banka á fjórða ársfjórðungi gangi spárnar eftir. Afkoma Straums - Burðaráss var aðeins 127 milljónir á lokahluta ársins 2004 en verður nú um 13,3 milljarðar króna samkvæmt spám bankanna. KB banki heldur áfram að mala gull og skilar um 11,9 milljörðum í hagnað samkvæmt spánum en 46,7 milljörðum fyrir árið í heild. Þá býst greiningardeild Landsbankans við um 7,2 milljarða hagnaði Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi og 22,8 milljörðum á öllu nýliðnu ári. Íslandsbanki gerir hins vegar ráð fyrir að Landsbankinn hagnist um átta og hálfan milljarð á fjórða ársfjórðungi og ársafkoman verði jákvæð um 25 milljarða. Hagnaður hjá fyrirtækjum í framleiðslu, þjónustu og iðnaði verður töluvert minni en hagnaður fjármálafyrirtækjanna. Þannig hljóðar meðaltalsspá bankanna tveggja að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 15,7 milljarðar á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn reiknar með að hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,4 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi, sem er meira en sjö milljarða aukning á milli ára. Það að hagnaður eftir skatta er hærri en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir skýrist af gríðarlegum gengishagnaði FL Group á eignarhlut sínum í easyJet á síðasta ársfjórðungi. Bjart framundanGreining Íslandsbanka er bjartsýn á árið 2006. Þannig býst bankinn við að Úrvalsvísitalan hækki um 20 prósent en þess má geta að á fyrstu dögum ársins hefur hún hækkað um tæp sex prósent. "Enn er góður gangur í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyrirtækjanna eru almennt séð góðar. Útrás og hröð framþróun stærstu fyrirtækjanna mun áfram spila stórt hlutverk á markaðnum," segir í skýrslu bankans. Fjárfestingarráðgjöf bankans breytist að því leyti að mælt er með yfirvogun Landsbankans og FL Group sem þýðir það að þessi tvö félög muni skila betri ávöxtun en markaðurinn á næstu 3-6 mánuðum. Actavis færist í markaðsvogun en Össur í undirvogun. Landsbankinn gerir ráð fyrir minni hækkunum hlutabréfaverðs og áætlar að hlutabréf hækki að meðaltali um tólf prósent, sem er ávöxtunarkrafa bankans til markaðarins. Þar sem Úrvalsvísitalan hækkar mun minna í ár en undangengin þrjú ár er ljóst að hagnaður fjármálafyrirtækja mun dragast nokkuð saman á árinu 2006. eggert@frettabladid.is Afkoma félaga í Kauphöll Íslands* (upphæðir í milljónum króna) ÁrsafkomaFjórði ársfjórðungurActavis5.3351.855Bakkavör3.3431.021Dagsbrún788237FL Group17.24610.673HB Grandi757-177Icelandic Group2850Íslandsbanki22.7817.194KB banki46.67211.923Kögun636201Landsbanki24.7078.501Marel508111Mosaic Fashions1.455533SÍF968979Straumur27.32413.261Tryggingamiðstöðin7.9832.596Össur866315Alls161.39759.273 * Meðaltalsspá greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans
Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira