Sport

Staðfestir "óformlegar viðræður"

Luiz Scolari segir viðræður sínar við enska knattspyrnusambandið hafa verið óformlegar, en BBC segist hafa heimildir fyrir því að í raun eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum áður en hann verði ráðinn
Luiz Scolari segir viðræður sínar við enska knattspyrnusambandið hafa verið óformlegar, en BBC segist hafa heimildir fyrir því að í raun eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum áður en hann verði ráðinn NordicPhotos/GettyImages

Luiz Scolari hefur staðfest að hann hafi átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið í sambandi við stöðu landsliðsþjálfara Englands, en bendir á að þær hafi verið óformlegar og segir stöðu sína óbreytta hjá portúgalska landsliðinu - ekkert hafi enn verið ákveðið eða undirritað.

BBC telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að fundur Brian Barwick og Scolari í vikunni hafi gengið mjög vel og að stutt sé í land með að samningar náist um að Brasilíumaðurinn verði annar útlendingurinn í röð sem stýrir enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×