Danól og Ölgerðin til sölu Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos. Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira
Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos.
Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira