Illugi í rússneskri rúllettu 1. mars 2006 00:31 Fyrir skömmu fjallaði Egill Helgason um loftslagsbreytingar í þætti sínum Silfri Egils og gestir hans voru Hjörleifur Guttormsson og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Illugi gerði lítið úr ábyrgð mannkyns á þessari náttúruvá og lét eins og það væri ástæðulaust að minnka notkun olíu og kola. Vegna mikilvægis umræðuefnisins langar mig til að gera nokkrar athugasemdir við málflutning Illuga. Náttúrulegar breytingar?Illugi benti réttilega á að hitastig hefði sveiflast til á undanförnum þúsund árum þrátt fyrir að koltvísýringur í lofti hefði verið stöðugur allt fram að upphafi iðnbyltingar. Þess vegna þyrftu þeir sem nú töluðu um loftslagsbreytingar af manna völdum að svara því hvernig stæði á hitabreytingum fyrir iðnbyltingu, áður en mannkynið hóf að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Illugi hefur á réttu að standa þegar hann segir að sveiflur í hitastigi séu engin nýjung. Það sem er hins vegar alveg nýtt er hversu hröð hlýnunin er. Það er nú ljóst að á engu tímabili á undanförnum þúsund árum hefur orðið jafn ör breyting og á 20. öldinni, um 0,6 gráður. Rannsóknir sýna líka að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu var stöðugt síðustu nokkur hundruð þúsund ár en eftir að mannkynið hóf að brenna olíu og kol hefur það aukist um 30 prósent. Helmingur þessarar aukningar hefur átt sér stað síðan á miðjum áttunda áratugnum og síðan þá hefur loftslagið hlýnað um 0,4 gráður. Þetta sýnir að hækkun hitastigs núna fellur ekki innan náttúrulegra sveiflna sem Illugi vísaði til. Vísindaleg óvissaIllugi vitnaði í danskar rannsóknir sem bentu til þess að eðlilegra væri að útskýra hækkun hitastigs með aukinni geislun sólar. Líklega átti Illugi þar við rannsóknir Knuds Lassen og Peters Thejll sem viðurkenndu árið 2000 veikleika í eigin niðurstöðum. Aukin geislun sólar gæti ekki útskýrt mikla hækkun hitastigs eftir 1980. Ef Illugi kýs að nefna fleiri svipaðar vísindalegar niðurstöður máli sínu til stuðnings þá verður hann samt að viðurkenna þá staðreynd að það eru ekki fleiri en tíu starfandi vísindamenn sem eru ósammála því að núverandi hlýnun loftslags sé að öllum líkindum af manna völdum. Vísindamenn sem telja hins vegar að svo sé skipta hundruðum. Engu að síður kjósa sumir að fullyrða að um þessi mál sé ágreiningur innan vísindasamfélagsins. Tóbaksfyrirtæki beittu sömu aðferðum á sínum tíma þegar þau vísuðu til vísindalegrar óvissu um það hvort tóbak ylli krabbameini. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að geislun sólar eigi eftir að minnka á næstu áratugum og þá dragi úr hlýnuninni. En spurningin er hvort við viljum spila rússneska rúllettu og treysta á að eitthvað slíkt komi okkur til bjargar. Pólitík og vísindiIllugi sagði að það mætti ekki tengja saman pólitík og vísindi eins og stundum væri gert. Illugi ætti að hafa í huga þegar hann segir þetta að forystumenn Sjálfstæðisflokksins fóru fremstir í flokki í síðustu landhelgisdeilunni og tengdu þá saman pólitík og vísindi. Fiskifræðingar höfðu varað þá við að þorskstofninn væri að hruni kominn, ekki ósvipað viðvörunum vísindamanna núna um hlýnun loftslagsins. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefðu getað tekið í sama streng og Illugi og sagt að vísindin væru ekki nægilega langt á veg komin til að grípa þyrfti til aðgerða. Málið þyrfti að rannsaka betur. Sem betur fer voru sjálfstæðismenn þá nægilega framsýnir til að trúa niðurstöðum vísindamanna og breski flotinn var rekinn af miðunum, landhelgin færð út í 200 mílur og umhverfisvænni fiskveiðistjórn tekin upp. Ég vil ekki hugsa til þess hvaða afleiðingar það hefði haft ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. Ég vil heldur ekki hugsa til þess hvað gerist ef ekki verður gripið strax til aðgerða í loftslagsmálum. Hræðsluáróður og hagvöxturSíðar í þættinum sagði Illugi að það væri beinlínis hættulegt að venja mannkynið af notkun olíu og kola vegna þess að það myndi draga úr hagvexti. Þessi rök hafa verið notuð af stórfyrirtækjum sem sjá fram á að tapa peningum ef gripið er til aðgerða til að vernda umhverfið. Fólki er talið trú um að það standi frammi fyrir fátækt og vesöld ef strangari reglur eru settar á iðnfyrirtæki. En reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að það er innantómur áróður. Honum var beitt þegar George Bush eldri setti reglur um að dregið yrði úr notkun ósoneyðandi efna og losun brennisteinsdíoxíðs sem veldur súru regni. Árangurinn af reglunum hefur verið framar vonum og hræðsluáróður um minnkandi hagvöxt reyndist tilhæfulaus. Illugi ætti frekar að hafa áhyggjur af ríkisstyrkjum sem olíu- og kolaiðnaðurinn fær, líklega um 200 milljarðar dala á ári. Ætli við Illugi getum ekki sammælst um að því fé yrði betur varið í skattalækkanir en til að brengla samkeppni í orkuframleiðslu. Önnur stórfyrirtæki, t.d. DuPont og Whirlpool, hafa beitt sér fyrir því að bandarísk stjórnvöld dragi úr losun koltvísýrings. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða raforku með endurnýtanlegum orkugjöfum aukist mikið í bandarísku kauphöllinni. Ekki dregur það úr hagvexti.Höfundur stundar meistaranám í umhverfisfræðum við Edinborgarháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fyrir skömmu fjallaði Egill Helgason um loftslagsbreytingar í þætti sínum Silfri Egils og gestir hans voru Hjörleifur Guttormsson og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Illugi gerði lítið úr ábyrgð mannkyns á þessari náttúruvá og lét eins og það væri ástæðulaust að minnka notkun olíu og kola. Vegna mikilvægis umræðuefnisins langar mig til að gera nokkrar athugasemdir við málflutning Illuga. Náttúrulegar breytingar?Illugi benti réttilega á að hitastig hefði sveiflast til á undanförnum þúsund árum þrátt fyrir að koltvísýringur í lofti hefði verið stöðugur allt fram að upphafi iðnbyltingar. Þess vegna þyrftu þeir sem nú töluðu um loftslagsbreytingar af manna völdum að svara því hvernig stæði á hitabreytingum fyrir iðnbyltingu, áður en mannkynið hóf að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Illugi hefur á réttu að standa þegar hann segir að sveiflur í hitastigi séu engin nýjung. Það sem er hins vegar alveg nýtt er hversu hröð hlýnunin er. Það er nú ljóst að á engu tímabili á undanförnum þúsund árum hefur orðið jafn ör breyting og á 20. öldinni, um 0,6 gráður. Rannsóknir sýna líka að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu var stöðugt síðustu nokkur hundruð þúsund ár en eftir að mannkynið hóf að brenna olíu og kol hefur það aukist um 30 prósent. Helmingur þessarar aukningar hefur átt sér stað síðan á miðjum áttunda áratugnum og síðan þá hefur loftslagið hlýnað um 0,4 gráður. Þetta sýnir að hækkun hitastigs núna fellur ekki innan náttúrulegra sveiflna sem Illugi vísaði til. Vísindaleg óvissaIllugi vitnaði í danskar rannsóknir sem bentu til þess að eðlilegra væri að útskýra hækkun hitastigs með aukinni geislun sólar. Líklega átti Illugi þar við rannsóknir Knuds Lassen og Peters Thejll sem viðurkenndu árið 2000 veikleika í eigin niðurstöðum. Aukin geislun sólar gæti ekki útskýrt mikla hækkun hitastigs eftir 1980. Ef Illugi kýs að nefna fleiri svipaðar vísindalegar niðurstöður máli sínu til stuðnings þá verður hann samt að viðurkenna þá staðreynd að það eru ekki fleiri en tíu starfandi vísindamenn sem eru ósammála því að núverandi hlýnun loftslags sé að öllum líkindum af manna völdum. Vísindamenn sem telja hins vegar að svo sé skipta hundruðum. Engu að síður kjósa sumir að fullyrða að um þessi mál sé ágreiningur innan vísindasamfélagsins. Tóbaksfyrirtæki beittu sömu aðferðum á sínum tíma þegar þau vísuðu til vísindalegrar óvissu um það hvort tóbak ylli krabbameini. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að geislun sólar eigi eftir að minnka á næstu áratugum og þá dragi úr hlýnuninni. En spurningin er hvort við viljum spila rússneska rúllettu og treysta á að eitthvað slíkt komi okkur til bjargar. Pólitík og vísindiIllugi sagði að það mætti ekki tengja saman pólitík og vísindi eins og stundum væri gert. Illugi ætti að hafa í huga þegar hann segir þetta að forystumenn Sjálfstæðisflokksins fóru fremstir í flokki í síðustu landhelgisdeilunni og tengdu þá saman pólitík og vísindi. Fiskifræðingar höfðu varað þá við að þorskstofninn væri að hruni kominn, ekki ósvipað viðvörunum vísindamanna núna um hlýnun loftslagsins. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefðu getað tekið í sama streng og Illugi og sagt að vísindin væru ekki nægilega langt á veg komin til að grípa þyrfti til aðgerða. Málið þyrfti að rannsaka betur. Sem betur fer voru sjálfstæðismenn þá nægilega framsýnir til að trúa niðurstöðum vísindamanna og breski flotinn var rekinn af miðunum, landhelgin færð út í 200 mílur og umhverfisvænni fiskveiðistjórn tekin upp. Ég vil ekki hugsa til þess hvaða afleiðingar það hefði haft ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. Ég vil heldur ekki hugsa til þess hvað gerist ef ekki verður gripið strax til aðgerða í loftslagsmálum. Hræðsluáróður og hagvöxturSíðar í þættinum sagði Illugi að það væri beinlínis hættulegt að venja mannkynið af notkun olíu og kola vegna þess að það myndi draga úr hagvexti. Þessi rök hafa verið notuð af stórfyrirtækjum sem sjá fram á að tapa peningum ef gripið er til aðgerða til að vernda umhverfið. Fólki er talið trú um að það standi frammi fyrir fátækt og vesöld ef strangari reglur eru settar á iðnfyrirtæki. En reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að það er innantómur áróður. Honum var beitt þegar George Bush eldri setti reglur um að dregið yrði úr notkun ósoneyðandi efna og losun brennisteinsdíoxíðs sem veldur súru regni. Árangurinn af reglunum hefur verið framar vonum og hræðsluáróður um minnkandi hagvöxt reyndist tilhæfulaus. Illugi ætti frekar að hafa áhyggjur af ríkisstyrkjum sem olíu- og kolaiðnaðurinn fær, líklega um 200 milljarðar dala á ári. Ætli við Illugi getum ekki sammælst um að því fé yrði betur varið í skattalækkanir en til að brengla samkeppni í orkuframleiðslu. Önnur stórfyrirtæki, t.d. DuPont og Whirlpool, hafa beitt sér fyrir því að bandarísk stjórnvöld dragi úr losun koltvísýrings. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða raforku með endurnýtanlegum orkugjöfum aukist mikið í bandarísku kauphöllinni. Ekki dregur það úr hagvexti.Höfundur stundar meistaranám í umhverfisfræðum við Edinborgarháskóla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun