Viðskipti erlent

Hagnaður OM eykst

Hagnaður Old Mutual (OM) jókst um 30 prósent milli áranna 2004 og 2005 sem skýrist af miklum vexti á suður-afrískum bankamarkaði í gegnum Nedbank. Var uppgjörið fyrir ofan spár markaðarins en hafði ekki áhrif til hækkunar á gengi bréfa félagsins.

Nam hagnaðurinn 143 milljörðum króna samanborið við 110 milljarða árið 2004.

Straumur-Burðarás á stóran eignarhlut í OM sem félagið eignaðist í skiptum fyrir hlut í Skandia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×