Endurgreiða sér kaupin á verslunarkeðjunni Iceland 1. mars 2006 00:01 Fjárfestar undir forystu Baugs leggja nú lokahönd á að greiða skammtímafjármögnun vegna kaupa á Iceland-keðjunni sem var hluti af kaupum á Big Food Group, samkvæmt heimildum Markaðarins. Landsbankinn fjármagnaði kaupin, en fjárfestarnir munu auk þess greiða sér til baka upphaflega fjárfestingu með vöxtum sem nemur 78 milljónum punda eða rúmum níu milljörðum. Algengt er að slíkur árangur náist á tveimur til þremur árum við skuldsettar yfirtökur af þessu tagi, en innan við ár er liðið frá því að kaupin gengu í gegn. Baugur, Milestone og Pálmi Haraldsson stóðu að kaupum á Iceland og höfðu með sér stofnanda félagsins Malcolm Walker. Walker hafði verið gagnrýninn á þróun félagsins og hefur nú á innan við ári tekist að snúa rekstri þess í átt að fyrra formi, með þeim árangri að upphafleg fjárfesting verður nú endurgreidd. Félagið verður nú fjármagnað í samræmi við eðlilegan rekstur. Fjárfestingabankar horfa stíft á hversu vel tekst í slíkum verkefnum og eru fjárfestar metnir eftir slíkum árangri. Umfang þessara greiðslna er 160 milljónir punda, eða 18 milljarðar króna. Kaupin á Iceland voru talin þau áhættumestu í heildarkaupum fjárfesta á The Big Food Group, en viðsnúningur rekstursins hefur gengið betur en nokkurn óraði fyrir. Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Fjárfestar undir forystu Baugs leggja nú lokahönd á að greiða skammtímafjármögnun vegna kaupa á Iceland-keðjunni sem var hluti af kaupum á Big Food Group, samkvæmt heimildum Markaðarins. Landsbankinn fjármagnaði kaupin, en fjárfestarnir munu auk þess greiða sér til baka upphaflega fjárfestingu með vöxtum sem nemur 78 milljónum punda eða rúmum níu milljörðum. Algengt er að slíkur árangur náist á tveimur til þremur árum við skuldsettar yfirtökur af þessu tagi, en innan við ár er liðið frá því að kaupin gengu í gegn. Baugur, Milestone og Pálmi Haraldsson stóðu að kaupum á Iceland og höfðu með sér stofnanda félagsins Malcolm Walker. Walker hafði verið gagnrýninn á þróun félagsins og hefur nú á innan við ári tekist að snúa rekstri þess í átt að fyrra formi, með þeim árangri að upphafleg fjárfesting verður nú endurgreidd. Félagið verður nú fjármagnað í samræmi við eðlilegan rekstur. Fjárfestingabankar horfa stíft á hversu vel tekst í slíkum verkefnum og eru fjárfestar metnir eftir slíkum árangri. Umfang þessara greiðslna er 160 milljónir punda, eða 18 milljarðar króna. Kaupin á Iceland voru talin þau áhættumestu í heildarkaupum fjárfesta á The Big Food Group, en viðsnúningur rekstursins hefur gengið betur en nokkurn óraði fyrir.
Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira