Viðskipti innlent

Seld fyrir páskana

Gert er ráð fyrir að söluferlinu á Danól og Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ljúki fyrir páska. Í fyrsta áfanga söluferlisins fá áhugasamir fjárfestar afhent almenn kynningargögn um fyrirtækin og markaðinn og skila inn upplýsingum um sig og ráðgjafa sína. Fjárfestar sem taldir eru koma til greina fá frekari kynningu á fyrirtækjunum.

Alls hafa 42 fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, haft samband við MP Fjárfestingarbanka og óskað eftir gögnum um fyrirtækin. Tilkynnt var að Danól og Ölgerðin Egill Skallagrímsson væru til sölu í liðinni viku. Verða félögin seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×