Viðskipti innlent

Aldrei bjartsýnni

Almenningur hefur góða trú á efnahagsástandinu. Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni síðan útreikningar á væntingarvísitölunni hófust árið 2001.
Almenningur hefur góða trú á efnahagsástandinu. Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni síðan útreikningar á væntingarvísitölunni hófust árið 2001.

Væntingarvísitala Gallup hækkaði í febrúar um rúmlega ellefu stig og fór í sitt hæsta gildi síðan byrjað var að mæla væntingar neytenda með þessum hætti árið 2001. Í Morgunkorni Íslandsbanka er talið líklegt að mikil umfjöllun um gott gengi íslenskra fyrirtækja í ársbyrjun, hækkanir í Kauphöllinni og umræðan um frekari álversframkvæmdir hafi virkað til hækkunar vísitölunnar.

Mat almennings á núverandi ástandi hækkaði um tæp fimm stig milli mánaða en væntingar til sex mánaða hækkuðu þrefalt meira, eða um rúm fimmtán stig. Mat neytenda á efnahagsástandinu hækkaði tvöfalt meira en mat þeirra á vinnumarkaði, eða um sextán stig á móti átta. Yngra fólk og það tekjuhærra virðist bjartsýnna en aðrir. Þannig hækkaði væntingarvísitala fólks með 550 þúsund króna mánaðarlaun eða meira um tæp 19 stig á meðan að væntingar þeirra sem höfðu laun undir 250 þúsund krónum á mánuði jukust aðeins um rúm þrjú stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×