Viðskipti erlent

Kaupa hástökkvara

Straumur-Burðarás hefur eignast 5,5 prósenta hlut í norska netleikjaframleiðandanum Funcom. Verðmæti hlutarins er í kringum 750 milljónir króna.

Funcom er hástökkvarinn á norska hlutabréfamarkaðnum í ár en gengi félagsins hefur hækkað um 110 prósent frá áramótum. Þekktustu netleikirnir kallast Anarchy online og The Longest Journey.

Funcom gaf út nýtt hlutafé á dögunum fyrir tæpa 1,3 milljarða króna sem gekk að mestu leyti til stærri fjárfesta. Félagið ætlar að nota fjármunina til að styrkja þróunarstarf sitt en jafnframt að leita að tækifærum til að taka yfir önnur fyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×