Innlent

Reynt að slá á efasemdir

Mikill áhugi Dana á íslensku efnahagslífi kom berlega í ljós í gær þegar þúsund manns mættu til að hlýða á erindi fimm frammámanna úr íslensku viðskiptalífi í Kaupmannahöfn. En töluverð umfjöllun hefur verið um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Danmörku síðastliðið ár og um stöðu íslensks efnahagskerfisins.

Í erindum sínum lögðu þeir Hannes Smárason, Ágúst Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármannsson áherslu á að fyrirtæki þeirra væru ekki háð gengi íslensku krónunnar.

Á forsíðu viðskiptablaðsins Børsen í gær var fjallað um skýrslu Merrill Lynch og hún sögð áfellisdómur yfir íslensku bönkunum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagðist telja að áhrif skýrslunnar og skýrslu Fitch í síðasta mánuði of mikil.

Í viðtali við Fréttablaðið eftir fundinn sögðu þeir Bjarni, Jón Ásgeir og Hannes að töluverðs misskilnings á íslensku viðskiptalífi gætti í Danmörku og kæmi það fram í neikvæðri umfjöllun fjölmiðla. Sögðu þeir fundinn kærkomið tækifæri til að upplýsa Dani og slá á efasemdirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×