Viðskipti erlent

Búist við tilboði fasteignajöfurs í kráakeðju

Búist er við því að íranski fasteignaauðjöfurinn Robert Tchenguiz geri fjögurra milljarða punda tilboð í bresku bjór- og veitingahúsakeðjuna Mitchells & Butlers í næstu viku. Bankarnir Royal Bank of Scotland, HBOS og Kaupþing koma að fjármögnun Tchenguiz auk Goldman Sachs, sem einnig er ráðgefandi við tilboðið, að því er fram kom í vefútgáfu breska dagblaðsins Times í gær.

Í apríl í fyrra gerði Tchenguiz kauptilboð í verslanakeðjuna Somerfields ásamt Barclays Capital og verðbréfasjóðnum Apax Partners. Baugur kom til skamms tíma að kaupunum en dró sig út úr þeim.

Á meðal vörumerkja Mitchells & Butlers eru All Bar One, Harvester og Vintage Inns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×