Rauðkuhugmyndafræði 31. mars 2006 00:01 Það er merkilegur veruleiki að í byrjun 21. aldar er allgóð samstaða frá vinstri til hægri í stjórnmálum um að starfrækja ríkisútvarp. Nánast ágreiningslaust hefur verið að kosta reksturinn með skattpeningum. Jafnframt hafa flestir talið óhjákvæmilegt að leyfa Ríkisútvarpinu þar að auki að afla tekna á samkeppnismarkaði auglýsinga. Auglýsingatekjurnar hafa þó einna helst verið ágreiningsefni varðandi opinberan útvarpsrekstur. Þó að sú skipan gangi á svig við almennar samkeppnisleikreglur verða keppinautarnir á markaðnum að sætta sig við að annar kostur er ekki í stöðunni. Að baki þessum rekstri og markmiðum hans liggja menningarleg og tilfinningaleg sjónarmið sem rétt er að virða. Skipulag Ríkisútvarpsins hefur lengi verið úr takt við tímann og staðið því fyrir þrifum. Ríkisstjórnin hefur kosið að gera breytingar þar á með því að koma þessari menningarstofnun í hlutafélagarekstur. Að baki því framtaki er örugglega frómur hugur. En hugmyndafræðin er nokkuð öfugsnúin. Hlutafélög eru gott rekstrarform. Það hentar líka fyrirtækjum í ríkiseigu sem nota ekki skattpeninga í rekstur. Þannig var skynsamlegt að breyta Símanum í hlutafélag á sínum tíma. Það fyrirtæki greiddi arð í ríkissjóð. Öðru máli gegnir um stofnanir sem alfarið eða að uppistöðu til eru reknar fyrir skattpeninga. Eðli máls samkvæmt gilda aðrar leikreglur um meðferð skattpeninga borgaranna en sjálfsaflafé. Um rekstur stofnana ríkisins gilda almennar reglur að því er varðar launaákvarðanir, réttindi og skyldur starfsmanna og almenna stjórnsýsluhætti, þar með talið upplýsingaskyldu. Þetta regluverk gildir ekki vegna þess að það sé vilji löggjafans að opinber fyrirtæki og stofnanir séu svifasein og þyngri í vöfum en hlutafélög. Ástæða þessara almennu reglna er sú að þær eru eina leiðin til þess að tryggja gegnsæi og jafnræði og koma í veg fyrir misnotkun skattpeninga. Nú ætlar ríkisstjórnin að víkja til hliðar öllum almennum reglum sem gilda um meðferð skattpeninga að því er varðar rekstur Ríkisútvarpsins. Þar á meðferð skattpeninga að lúta reglum einkaeignarréttarins án þess að skilyrði hans um sjálfsaflafé sé fyrir hendi. Auka má skilvirkni hvarvetna í ríkiskerfinu með því að afnema þessar reglur að fullu og öllu. Eru menn reiðubúnir að taka afleiðingunum af því? Svarið er nei. Hvaða önnur sjónarmið geta gilt um meðferð skattpeninga í stærstu menningarstofnun ríkisins? Rökin fyrir því að reka Ríkisútvarp með skattpeningum jafnframt þátttöku á samkeppnismarkaði auglýsinganna hanga vissulega á hálmstrái eða í mesta lagi á rótarhvönn. Þau fela í sér svo verulegt frávik frá almennum leikreglum. Ríkisstjórnin er að kippa þessu haldi í burtu. Hún hefur vitaskuld þingmeirihluta til þess að koma málinu fram. En hætt er við að hún setji með því móti í uppnám framtíðarsátt um ríkisrekið útvarp. Það eru einfaldlega of mikil menningarverðmæti í húfi til að sú áhætta sé réttlætanleg. Ríkisrekstur á samkeppnismarkaði þar sem gengið er á svig við allar grundvallarreglur um meðferð skattpeninga virðist vera í meiri skyldleika við ríkisrekstur Rauðkutímans á kreppuárunum en nútímann. Þetta gengur þvert á allt annað sem ríkisstjórnin hefur gert, hvort heldur litið er til stjórnsýslunnar eða samkeppnismarkaðarins, og er því ekki með góðu móti skiljanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Það er merkilegur veruleiki að í byrjun 21. aldar er allgóð samstaða frá vinstri til hægri í stjórnmálum um að starfrækja ríkisútvarp. Nánast ágreiningslaust hefur verið að kosta reksturinn með skattpeningum. Jafnframt hafa flestir talið óhjákvæmilegt að leyfa Ríkisútvarpinu þar að auki að afla tekna á samkeppnismarkaði auglýsinga. Auglýsingatekjurnar hafa þó einna helst verið ágreiningsefni varðandi opinberan útvarpsrekstur. Þó að sú skipan gangi á svig við almennar samkeppnisleikreglur verða keppinautarnir á markaðnum að sætta sig við að annar kostur er ekki í stöðunni. Að baki þessum rekstri og markmiðum hans liggja menningarleg og tilfinningaleg sjónarmið sem rétt er að virða. Skipulag Ríkisútvarpsins hefur lengi verið úr takt við tímann og staðið því fyrir þrifum. Ríkisstjórnin hefur kosið að gera breytingar þar á með því að koma þessari menningarstofnun í hlutafélagarekstur. Að baki því framtaki er örugglega frómur hugur. En hugmyndafræðin er nokkuð öfugsnúin. Hlutafélög eru gott rekstrarform. Það hentar líka fyrirtækjum í ríkiseigu sem nota ekki skattpeninga í rekstur. Þannig var skynsamlegt að breyta Símanum í hlutafélag á sínum tíma. Það fyrirtæki greiddi arð í ríkissjóð. Öðru máli gegnir um stofnanir sem alfarið eða að uppistöðu til eru reknar fyrir skattpeninga. Eðli máls samkvæmt gilda aðrar leikreglur um meðferð skattpeninga borgaranna en sjálfsaflafé. Um rekstur stofnana ríkisins gilda almennar reglur að því er varðar launaákvarðanir, réttindi og skyldur starfsmanna og almenna stjórnsýsluhætti, þar með talið upplýsingaskyldu. Þetta regluverk gildir ekki vegna þess að það sé vilji löggjafans að opinber fyrirtæki og stofnanir séu svifasein og þyngri í vöfum en hlutafélög. Ástæða þessara almennu reglna er sú að þær eru eina leiðin til þess að tryggja gegnsæi og jafnræði og koma í veg fyrir misnotkun skattpeninga. Nú ætlar ríkisstjórnin að víkja til hliðar öllum almennum reglum sem gilda um meðferð skattpeninga að því er varðar rekstur Ríkisútvarpsins. Þar á meðferð skattpeninga að lúta reglum einkaeignarréttarins án þess að skilyrði hans um sjálfsaflafé sé fyrir hendi. Auka má skilvirkni hvarvetna í ríkiskerfinu með því að afnema þessar reglur að fullu og öllu. Eru menn reiðubúnir að taka afleiðingunum af því? Svarið er nei. Hvaða önnur sjónarmið geta gilt um meðferð skattpeninga í stærstu menningarstofnun ríkisins? Rökin fyrir því að reka Ríkisútvarp með skattpeningum jafnframt þátttöku á samkeppnismarkaði auglýsinganna hanga vissulega á hálmstrái eða í mesta lagi á rótarhvönn. Þau fela í sér svo verulegt frávik frá almennum leikreglum. Ríkisstjórnin er að kippa þessu haldi í burtu. Hún hefur vitaskuld þingmeirihluta til þess að koma málinu fram. En hætt er við að hún setji með því móti í uppnám framtíðarsátt um ríkisrekið útvarp. Það eru einfaldlega of mikil menningarverðmæti í húfi til að sú áhætta sé réttlætanleg. Ríkisrekstur á samkeppnismarkaði þar sem gengið er á svig við allar grundvallarreglur um meðferð skattpeninga virðist vera í meiri skyldleika við ríkisrekstur Rauðkutímans á kreppuárunum en nútímann. Þetta gengur þvert á allt annað sem ríkisstjórnin hefur gert, hvort heldur litið er til stjórnsýslunnar eða samkeppnismarkaðarins, og er því ekki með góðu móti skiljanlegt.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun