Erlent

Veðjað á hvað verður um Potter

MYND/Murray

Eftir að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna gaf upp lokatitil seríunnar, Harry Potter og hinar heilögu vofur (e. Harry Potter and the Deathly Hallows) hafa veðmangar í Englandi tekið við mörgum veðmálum um hana. Flestir búast við því að Harry Potter láti lífið og að Voldemort verði á bak við það.

Rowling bætti síðan olíu á eldin þegar hún sagði að það myndi verða uppgjör á milli aðalpersónanna í bókinni. Fleiri veðmál snúast því um hver eigi eftir að drepa Harry heldur en hvort að hann eigi eftir að láta lífið. Veðmangarar hafa þó sagt að ef Harry deyji ekki verði öllum sem hafa veðjað á hver drepi Harry endurgreitt að fullu.

Einnig hefur verið veðjað á margt annað í bókinni. Sumir hafa til dæmis lagt undir pening að Hermoine og Ron eigi eftir að giftast með Harry sem svaramann og að Harry eigi eftir að ná gyllta boltanum í Quiditch heimsmeistarakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×