Erlent

Forseti Súdan samþykkir sameiginlegt friðargæslulið

Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir.
Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir. MYND/AP

Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur sagt Sameinuðu þjóðunum að hann styðji áætlun þeirra um sameiginlegt friðargæslulið SÞ og Afríkusambandsins til þess að vernda óbreytta borgara í Darfur héraði landsins.

Bashir sagði þó að hann vildi að sérstök nefnd myndi stýra aðgerðum og að Súdan ætti að eiga sæti í þeirr nefnd ásamt því að hafa neitunarvald gagnvart öllum ákvörðunum hennar. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er að reyna að ná samkomulagi um málið áður en hann hættir störfum næstkomandi sunnudag en Bashir gerir honum sífellt erfiðara fyrir.

Meira en 200.000 manns hafa látist í Darfur og fleiri en tvær og hálf milljón hafa þurft að flýja heimili sín vegna bardaganna í Darfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×