Erlent

Allt að 500 létu lífið í slysi í Nígeríu

Óttast er að allt að fimm hundruð manns hafi beðið bana þegar sprenging varð í olíuleiðslu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í morgun. Ræningjar stungu gat á leiðsluna í nótt og því stóðu við hana hundruð manna, sem vildu ná sér í olíu, þegar ógæfan reið yfir.

Algert öngþveiti myndaðist á vettvangi slyssins og mátti sjá skaðbrunnin líkin liggja á jörðinni eins og hráviði. Í maí dóu um tvö hundruð manns í Lagos við nákvæmlega sömu aðstæður en fátækt knýr marga íbúa Nígeríu til olíuþjófnaðar. Talið er að á hverju ári sé um fimm prósent hráolíuframleiðslu Nígeríu stolið úr leiðslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×