Erlent

Útsölur hafnar í Lundúnum

Búðargluggi í Selfridges sem hefur væntanlega verið tæmdur á útsölunni í dag.
Búðargluggi í Selfridges sem hefur væntanlega verið tæmdur á útsölunni í dag. MYND/Karl

Fólk í leit að kjarakaupum mætti snemma í biðraðir í Lundúnum í morgun en klukkan fimm um morguninn voru um 2000 manns mætt í biðröð fyrir utan Selfridges á Oxford street en sú búð ætti að vera mörgum Íslendingnum góðu kunn.

Selfridges sagði frá því að eftir útsöluverslun þeirra hefði aukist um 10% miðað við árið áður. Alls fóru um 7.500 færslur í gegn fyrsta klukkutímann og áætlað var að um 175.000 hlutir myndu seljast yfir daginn.

Í Bullring í Birmingham, en þar er eins stærsta verslunarmiðstöð Evrópu, komu um 27.500 manns á fyrsta klukkutímanum sem hún var opin. Þrátt fyrir gríðarlega góða verslunartilburði eiga Íslendingar greinilega eitthvað ólært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×