Tiger: Af hverju vann ekki Federer? 27. desember 2006 14:15 Tiger Woods og Roger Federer eru ágætis vinir og hafa meðal annars boðið hvor öðrum á mót hvors annars. MYND/Getty Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira