Erlent

Íslamistarnir hörfa

Sómalska stjórnarhernum, með aðstoð hersveita frá Eþíópíu, hefur tekist að ná yfirráðum yfir bænum Jowhar í miðhluta landsins en hann hefur talsverða hernaðarlega þýðingu. Íslamskir uppreisnarmenn hafa sótt mjög að sómölsku ríkisstjórninni undanfarna mánuði en um helgina barst hersveitum stjórnarinnar liðstyrkur frá nágrönnunum í Eþíópíu. Síðan þá hafa íslamistarnir verið á hröðu undanhaldi. Nokkurt mannfall hefur verið í bardögum undanfarinna daga og þúsundir borgara hafa hrakist á vergang. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi átökin á neyðarfundi í gær og verður honum haldið áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×