Erlent

Íranska þingið vill endurskoða samskipti við SÞ

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Íranska þingið greiddi atkvæði um þá tillögu að endurskoða samband ríkisins við kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Tillagan var lögð fram vegna nýlegra refsiaðgerða SÞ gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.

Áhrifin sem að þetta myndi hafa er að samstarf Írana við Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar myndi minnka til muna og allt eftirlitsstarf með kjarnorkustarfsemi landsins yrði mun erfiðara.

Ekki voru þó allir þingmenn á eitt sáttir um tillöguna, sumir sögðu hana of væga á meðan aðrir fannst hún ekki eiga rétt á sér og að það ætti frekar að reyna að vera að draga úr spennunni en að auka á hana með því að hætta samstarfi við eftirlitsstofnanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×