Erlent

Altalandi kaldhæðinn páfagaukur

Spurning hvort það borgi sig eftir allt saman að læra eins og páfagaukur?
Spurning hvort það borgi sig eftir allt saman að læra eins og páfagaukur? MYND/Vísir

Færni páfagauks eins til þess að tjá sig hefur gert vísindamennina sem rannsaka hann orðlausa. Páfagaukurinn, sem er af gerðinni Grár afrískur og heitir N'kisi, hefur um 950 orða orðaforða. Hann finnur upp ný orð ef hann þarf og hann býr að auki yfir skyggnigáfu.

Aðeins þarf að kunna um 100 orð til þess að geta lesið helminginn af öllu í ensku og þess vegna gæti N'kisi lesið um margt og mikið - ef hann gæti lesið. N'kisi notar líka tíðir þegar hann talar. Framtíð, þátíð og nútíð notar hann og ef hann kann ekki sögnina í einhverri mynd býr hann til nýja.

Þar að auki virðist hann hafa töluverðan húmor því þegar hann hitti Dr. Jane Goodall í fyrsta sinn, eftir að hafa séð hana á mynd með öpum, spurði hann hana „Got a chimp?" sem gæti útlagst á íslensku sem „áttu apa?"

Fréttavefur BBC skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×