Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð áfram

Talsmenn réttindasamtaka samkynhneigðra tjá sig um úrskurð hæstaréttar í Massachusetts í dag.
Talsmenn réttindasamtaka samkynhneigðra tjá sig um úrskurð hæstaréttar í Massachusetts í dag. MYND/AP

Dómstóll í Massachusetts í Bandaríkjunum kvað upp úrskurð sinn í málsókn gegn þingmönnum í Massachusetts og sagði að þeir þyrftu ekki að greiða atkvæði um mál sem þeir vildu ekki greiða atkvæði um.

Ríkisstjóri Massachusetts hafði höfðað mál til þess að reyna að neyða þingið til þess að koma saman og greiða atkvæði um hjónaband samkynhneigðra en Massachusetts er eina ríki Bandaríkjanna sem leyfir það. Samkynhneigðir fagna þessari niðurstöðu réttarins en ríkisstjórinn, sem er á móti hjónaböndum samkynhneigðra var ekki jafn ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×