Innlent

Bára Sigurjónsdóttir er látin

Bára Sigurjónsdóttir, kunnasta kaupkona landsins, lést síðastliðinn fimmtudag á heimili sínu í Hafnarfirði, 84 ára að aldri.

Bára fæddist 20. febrúar árið 1922 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Sigurjón Einarsson, skiptastjóri og Rannveig Vigfúsdóttir húsfreyja. Bára var lærður dans-, leifimi- og sundkennari. Hún var einnig með einleikarapróf í píanóleik, sveinspróf í hattagerð og snyrtifræðingur. Frá árinu 1950 rak Bára eigin tískuvöruverslun á Hverfisgötunni í Reykjavík undir nafninu Hjá Báru og voru kjólar aðalsmerki verslunarinnar. Árið 2000 hætti Bára störfum í versluninni eftir 50 ára farsælan rekstur, þá 78 ára að aldri. Bára lætur eftir sig tvo syni, Sigurjón og Guðjón Péturssyni, sex barnabörn og eitt barnabarnabarn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×