Könnunina framkvæmdi Maskína fyrir fréttastofu og eru svör nokkuð á reiki. 42,7 prósent svarenda segjast andvígir aðild að ESB. Tæp 38 prósent eru hlynnt og 19,8 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg.

Þegar fólk er spurt um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið segjast 57,8 prósent hlynntir en 25 prósent andvígir. Og ef slík atkvæðagreiðsla færi fram myndu tæp 51 prósent greiða atkvæði með upptöku viðræðna en tæp 50 prósent á móti.

Staðan hnífjöfn
Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra segir niðurstöðurnar sýna afgerandi afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
„Síðan virðist það algjörlega vera hnífjafnt hvernig menn ætla síðan að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig þetta sýnir í fyrsta lagi finnst mér að það er mikill áhugi fyrir því að halda þessa atkvæðagreiðslu og það er alveg í járnum eins og staðan er í dag, en það hefur nótabene ekki mikið farið fram á þessu stigi máls eðlilega, en þá getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“
Andvígir vilji greiða atkvæði um málið
„Þetta sýnir okkur líka að þeir sem eru andvígir vilja líka kjósa. Því þessu hefur stundum verið stillt þannig upp að það séu bara þeir sem eru hlynntir aðild sem vilja þessa kosningu en svo er greinilega alls ekki.“