Reynir að draga úr reiði í sinn garð 29. nóvember 2006 05:00 Fyrsta verk páfa í Tyrklandsferð sinni var að heimsækja grafhýsi landsföðurins Kemals Ataturks, sem stofnaði Tyrkland nútímans. MYND/AP Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Páfi hitti í gær meðal annarra Ali Bardakoglu, æðsta klerk múslima í Tyrklandi, sem á sínum tíma var meðal þeirra sem hvað harðast gagnrýndu páfa fyrir ræðuna í sumar. Að loknum fundi þeirra í gær sagði Bardakoglu að útbreidd hræðsla við múslima væri skaðleg öllum múslimum: „Hin svokallaða sannfæring um að sverðið sé notað til þess að breiða út íslam og vaxandi hræðsla við íslam skaðar alla múslima.“ Páfi hitti einnig í gær Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem á síðustu stundu ákvað að taka á móti páfa á flugvellinum við komu hans til landsins. Erdogan hafði áður ekki sagst vilja hitta páfa. Páfi leggur mikla áherslu á frið og trúfrelsi í ferð sinni. Hörð mótmæli hafa verið í Tyrklandi síðustu daga gegn heimsókn páfa og óttast sumir um líf hans í ferðinni. Athygli vakti að þekkt tyrknesk leikkona, Serra Yilmas, hefur það hlutverk að vera túlkur páfa í heimsókninni. Hún hefur leikið í ítölskum kvikmyndum og er líklega þekktust fyrir leik sinn í myndinni Fáfróðir álfar, þar sem hún leikur tyrkneskan innflytjanda á Ítalíu sem kemst þar í kynni við hóp samkynhneigðra. Erlent Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Páfi hitti í gær meðal annarra Ali Bardakoglu, æðsta klerk múslima í Tyrklandi, sem á sínum tíma var meðal þeirra sem hvað harðast gagnrýndu páfa fyrir ræðuna í sumar. Að loknum fundi þeirra í gær sagði Bardakoglu að útbreidd hræðsla við múslima væri skaðleg öllum múslimum: „Hin svokallaða sannfæring um að sverðið sé notað til þess að breiða út íslam og vaxandi hræðsla við íslam skaðar alla múslima.“ Páfi hitti einnig í gær Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem á síðustu stundu ákvað að taka á móti páfa á flugvellinum við komu hans til landsins. Erdogan hafði áður ekki sagst vilja hitta páfa. Páfi leggur mikla áherslu á frið og trúfrelsi í ferð sinni. Hörð mótmæli hafa verið í Tyrklandi síðustu daga gegn heimsókn páfa og óttast sumir um líf hans í ferðinni. Athygli vakti að þekkt tyrknesk leikkona, Serra Yilmas, hefur það hlutverk að vera túlkur páfa í heimsókninni. Hún hefur leikið í ítölskum kvikmyndum og er líklega þekktust fyrir leik sinn í myndinni Fáfróðir álfar, þar sem hún leikur tyrkneskan innflytjanda á Ítalíu sem kemst þar í kynni við hóp samkynhneigðra.
Erlent Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira