Geislavirkni vart í London 29. nóvember 2006 03:00 Lögregluþjónn kemur út úr húsi við Grosvernor Street í London þar sem fundist hafa merki um geislavirk efni. Litvinenko átti stutt erindi í þetta hús daginn sem hann veiktist. MYND/AFP Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun. Erlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun.
Erlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira