Innlent

Flestir fyrrverandi starfsmenn komnir með vinnu

 Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu.
Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu. MYND/Pjetur

Flestir fyrrverandi starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru komnir með aðra vinnu. Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu.

Helga J. Oddsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafastofu starfsmanna varnarsvæðisins, segir tölur frá Atvinnuleysisskráningu þó hærri en skýringin á því sé líklegast sú að einhverjir þeirra sem réðu sig í störf í sumar hafa misst þau aftur með haustinu. Helga segir að vel hafi gengið fyrir fólk að finna aftur vinnu. Stærsti hópurinn sem á eftir að finna nýja vinnu sé fólk á aldrinum 40 til 59 ára. Um sjötíu prósent þeirra sexhundruð sem misstu vinnu hjá Varnarliðinu í lok september búa á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×