Erlent

Pálmatrjám fækkað í Los Angeles

Los Angeles, pálmatrjánum fækkar.
Los Angeles, pálmatrjánum fækkar. MYND/AP

Mikinn hroll hefur sett að borgarbúum í Los Angeles vegna þess að borgaryfirvöld hafa ákveðið að fækka stórlega pálmatrjám í borginni. Þau hafa löngum verið talin meðal helstu sérkenna hennar.

Borgarstjórnin segir að hún sé þreytt á kostnaðinum við að viðhalda trjánum, sem árlega ausa þúsundum þungra pálmablaða niður á gangstéttar og bíla, og veita ekkert skjól fyrir sólinni. Því hefur verið ákveðið að endurnýja ekki pálmatré nema þar sem ferðamenn vænta þess að sjá þau, eins og segir í rökstuðningi borgarstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×