Innlent

Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Líberíu

Fastafulltrúarnir M. Nathaniel Barnes og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa James Z. Eesiah, sendifulltrúi og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur.
Fastafulltrúarnir M. Nathaniel Barnes og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa James Z. Eesiah, sendifulltrúi og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur.

Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna.

Friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna hefur aðsetur í Líberíu og samtökin vinna með þarlendum stjórnvöldum að uppbyggingarstarfi eftir blóðuga borgarstyrjöld undanfarinna ára. Íslendingar munu leggja sitt af mörkum þar því utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að senda tvo friðargæsluliða til landsins að vinna að borgaralegum verkefnum. Þá er hugsanlegt að ríkin vinni einnig saman á sviði sjávarútvegs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×