Erlent

Spenna á Fiji-eyjum

Hermenn undir stjórn Frank Bainimarama slógu vörð um höfuðborgina eftir að viðræðum var hætt.
Hermenn undir stjórn Frank Bainimarama slógu vörð um höfuðborgina eftir að viðræðum var hætt. MYND/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á eyjunni Fiji en það telur líklegt að her landsins eigi eftir að reyna valdarán. Hvatti ráðið aðilana tvo til þess að leysa málin með viðræðum sín á milli. Ef af yrði mundi þetta verða fjórða valdaránið á Fiji á aðeins tuttugu árum en viðræður milli hersins og forsætisráðherra landsins fóru út um þúfur í dag.

Hershöfðinginn Frank Bainimarama hefur krafist þess að stjórn landsins setji ýmis vafasöm lög og þar á meðal yrðu lög sem myndu gefa þeim sem tóku þátt í valdaráni árið 2000 upp sakir. Bainimarama gaf stjórn landsins tvær vikur áður en hann myndi fara að "hreinsa til" í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×