Innlent

Færð á vegum

Mynd/Einar Ólason

Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú

opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að

hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal

en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er

enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn

bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður.

Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×