Innlent

Má ekki blóta á sviðinu

Gervi-Silvía í Esso. Silvía sveik loforð um að gefa börnum eiginhandaráritanir í Essó. Hún sendi varamann á svæðið.
Gervi-Silvía í Esso. Silvía sveik loforð um að gefa börnum eiginhandaráritanir í Essó. Hún sendi varamann á svæðið. MYND/Anton Brink
Silvía Nótt heldur ásamt föruneyti til Grikklands í dag. Söngkonunni hefur verið tilkynnt að hún megi ekki blóta á sviðinu í Aþenu. Verði textanum ekki breytt frá því sem er í myndbandinu gæti farið svo að henni verði vikið úr keppninni.

Svante Stockselius, yfirmaður hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, segir að fundað verði með íslensku sendinefndinni í Grikklandi þar sem nokkur lönd innan sambandsins líði ekki að hún blóti í útsendingunni.

Jónatan Garðarsson, sem fer fyrir íslenska hópnum, segir að Silvía Nótt hafi skrifað undir samning um að virða reglur keppninnar. Hann gerir ráð fyrir því að samningurinn standi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×