Vofur R-listans 14. maí 2006 00:01 Það standa öll spjót á Tony Blair þessa dagana. Hann hefur verið óheppinn með ráðherrana sína undanfarið og árangurinn sveitastjórnarkosningunum var ekki góður. Í ofanálag er Blair búinn að tilkynna að hann muni hætta í stjórnmálum fyirr næstu kosningar. Þar með hefur hann ákveðið að ganga ekki fyrir þjóð sína og standa reiknisskil gerða sinna í kosningum. Ekki óeðlilegt svo sem að hann vilji hætta, maðurinn er búinn að vera lengi við völd. En hann neitar að segja hvenær hann hyggst draga sig í hlé og heldur áfram að sitja sem forsætisráðherra. Þetta finnst mörgum í Bretaveldi óþolandi staða. David Cameron, leiðtogi íhaldsflokksins, hefur ítrekað bent á hversu óheppilegt það er fyrir lýðræðið að æðsta vald hvíli í höndum manns sem ætlar öðrum að bera ábyrgðina gagnvart kjósendum. Cameron hefur þá skynsamlegu skoðun að þegar menn hafa lýst því yfir að þeir séu hættir þá eigi þeir að hætta og engar refjar.R-listinn gafst uppÞegar R-listinn gafst upp á að stýra borginni tilkynntu forystumenn hans að ekki yrði boðið fram aftur undir merkjum listans. Gott og vel. En þar með kom upp sú staða að við stjórnvölinn í borginni sat stjórnmálaafl sem ætlaði ekki að gangast undir dóm kjósenda. Þetta er ekki gott fyrir lýðræðið, með sama hætti og þráseta Blair í Bretlandi er óheppileg.Auðvitað ætti Blair að vera farinn frá völdum og auðvitað hefði R-listinn átt að fara frá völdum, þegar ljóst var að hann væri ekki lengur stjórnmálaafl sem hygðist bjóða fram til kosninga. Það hefði verið ábyrg afstaða.Varasamir loforðalistarSamfylkingin fékk ekki umboð til að stýra borginni í síðustu kosningum. Ekki heldur Framsókn eða VG og ekki Frjálslyndir. Forystumenn þessara flokka sammæltust um að bjóða fram sameiginlega í síðustu kosningum. Umboð sitt fengu þeir í nafni R-listans. Kjósendur treystu R-listanum til að stjórna borginni. Það traust byggði meðal annars á þeirri sannfæringu að við lok kjörtímabilsins yrðu verk R-listans lögð í dóm, stjórnmálamennirnir þyrftu að standa og falla með verkum sínum. Þannig virkar lýðræðið. Vald stjórnmálamanna er temprað með ýmsum hætti og einn veigamesti þátturinn er að þegar þeir sækjast eftir endurkjöri, þá getum við kjósendur borið saman hverju lofað var og hvað var efnt. Ef þar er mismunur á, getum við gætt okkar á nýjum loforðalistum valdhafana og sleppt því að kjósa þá aftur. R-listinn aftur í skjóli nætur?Gömlu R-lista flokkarnir verða að gefa skýr svör um með hverjum þeir vilja vinna eftir kosningar. Þeir geta ekki gefið hið hefðbundna svar stjórnmálaflokka, sem starfað hafa saman í samsteypustjórnum, að þeir gangi óbundir til kosninga. Ábyrgð flokka í samsteypustjórnum er til staðar, flokkarnir hlutu umboð kjósenda í kosningum og störfuðu eftir því. Kjósendur geta þar með verðlaunað þá eða refsað fyrir framistöðuna. Samfylkingin, VG og ExBé buðu ekki fram síðast og reyna nú að skjóta sér undan ábyrgð á verkum R-listans. R-listinn bauð fram síðast en ber nú enga ábyrgð. Ætla vinstri flokkarnir að endurnýja R-lista samstarfið eftir kosningar? Samstarf sem þeir þorðu ekki að leggja í dóm kjósenda. Það væri ábyrgðarlaus hegðun. Enginn ver R-listannSjálfstæðisflokkurinn hefur nú sökum þessa engan raunverulegan viðmælanda um borgarmálin. Hið mikilvæga uppgjör um stjórn borgarinnar síðast liðin fjögur ár fer vart fram. Vinstri flokkarnir eru lítt til viðtals um það leiðinda mál. Enginn þeirra telur það skyldu sína að verja verk eða verkleysi R-listans. Ég held að þessi staðreynd skýri að nokkru hvers vegna kosningabaráttan hefur verið frekar daufleg hingað til. En mér segir svo hugur um að þessi flótti vinstri flokkanna frá eigin verkum muni koma þeim í koll. Farið og komið ekki afturSkattar okkar borgarbúa hafa hækkað á kjörtímabilinu þrátt fyrir loforð R-listans um annað fyrir síðustu kosningar. Skuldir hafa hækkað á sama tíma og hlýtur það að teljast einhvers konar fjármálaafrek. Lóðir hefur skort og húsnæði hækkað sem því nemur. Skipulagsmál eru í molum og nauðsynleg umferðarmannvirki eins og til dæmis Sundabraut sitja árum saman á hakanum. Hin nýja Hringbraut hefur allt til að bera til að flokkast undir alþjóðlegt viðundur, svo gjörsamlega er sú framkvæmd úr öllu hófi.Vísvitandi hefur verið reynt að eyðileggja einkareknu grunnskólana í Reykjavík, þrifnaði í borginni er víða stórlega ábótavant og svona er lengi hægt að telja áfram. Spunameisturum og auglýsingastofum vinstri flokkanna finnst sjálfsagt sniðugt og jafnvel nauðsynlegt að hlaupa frá verkum R-listans. Mér finnst þessi pólitík ábyrgðarlaus og til þess fallinn að draga úr áhuga almennings á kosningum og þar með veikja lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Það standa öll spjót á Tony Blair þessa dagana. Hann hefur verið óheppinn með ráðherrana sína undanfarið og árangurinn sveitastjórnarkosningunum var ekki góður. Í ofanálag er Blair búinn að tilkynna að hann muni hætta í stjórnmálum fyirr næstu kosningar. Þar með hefur hann ákveðið að ganga ekki fyrir þjóð sína og standa reiknisskil gerða sinna í kosningum. Ekki óeðlilegt svo sem að hann vilji hætta, maðurinn er búinn að vera lengi við völd. En hann neitar að segja hvenær hann hyggst draga sig í hlé og heldur áfram að sitja sem forsætisráðherra. Þetta finnst mörgum í Bretaveldi óþolandi staða. David Cameron, leiðtogi íhaldsflokksins, hefur ítrekað bent á hversu óheppilegt það er fyrir lýðræðið að æðsta vald hvíli í höndum manns sem ætlar öðrum að bera ábyrgðina gagnvart kjósendum. Cameron hefur þá skynsamlegu skoðun að þegar menn hafa lýst því yfir að þeir séu hættir þá eigi þeir að hætta og engar refjar.R-listinn gafst uppÞegar R-listinn gafst upp á að stýra borginni tilkynntu forystumenn hans að ekki yrði boðið fram aftur undir merkjum listans. Gott og vel. En þar með kom upp sú staða að við stjórnvölinn í borginni sat stjórnmálaafl sem ætlaði ekki að gangast undir dóm kjósenda. Þetta er ekki gott fyrir lýðræðið, með sama hætti og þráseta Blair í Bretlandi er óheppileg.Auðvitað ætti Blair að vera farinn frá völdum og auðvitað hefði R-listinn átt að fara frá völdum, þegar ljóst var að hann væri ekki lengur stjórnmálaafl sem hygðist bjóða fram til kosninga. Það hefði verið ábyrg afstaða.Varasamir loforðalistarSamfylkingin fékk ekki umboð til að stýra borginni í síðustu kosningum. Ekki heldur Framsókn eða VG og ekki Frjálslyndir. Forystumenn þessara flokka sammæltust um að bjóða fram sameiginlega í síðustu kosningum. Umboð sitt fengu þeir í nafni R-listans. Kjósendur treystu R-listanum til að stjórna borginni. Það traust byggði meðal annars á þeirri sannfæringu að við lok kjörtímabilsins yrðu verk R-listans lögð í dóm, stjórnmálamennirnir þyrftu að standa og falla með verkum sínum. Þannig virkar lýðræðið. Vald stjórnmálamanna er temprað með ýmsum hætti og einn veigamesti þátturinn er að þegar þeir sækjast eftir endurkjöri, þá getum við kjósendur borið saman hverju lofað var og hvað var efnt. Ef þar er mismunur á, getum við gætt okkar á nýjum loforðalistum valdhafana og sleppt því að kjósa þá aftur. R-listinn aftur í skjóli nætur?Gömlu R-lista flokkarnir verða að gefa skýr svör um með hverjum þeir vilja vinna eftir kosningar. Þeir geta ekki gefið hið hefðbundna svar stjórnmálaflokka, sem starfað hafa saman í samsteypustjórnum, að þeir gangi óbundir til kosninga. Ábyrgð flokka í samsteypustjórnum er til staðar, flokkarnir hlutu umboð kjósenda í kosningum og störfuðu eftir því. Kjósendur geta þar með verðlaunað þá eða refsað fyrir framistöðuna. Samfylkingin, VG og ExBé buðu ekki fram síðast og reyna nú að skjóta sér undan ábyrgð á verkum R-listans. R-listinn bauð fram síðast en ber nú enga ábyrgð. Ætla vinstri flokkarnir að endurnýja R-lista samstarfið eftir kosningar? Samstarf sem þeir þorðu ekki að leggja í dóm kjósenda. Það væri ábyrgðarlaus hegðun. Enginn ver R-listannSjálfstæðisflokkurinn hefur nú sökum þessa engan raunverulegan viðmælanda um borgarmálin. Hið mikilvæga uppgjör um stjórn borgarinnar síðast liðin fjögur ár fer vart fram. Vinstri flokkarnir eru lítt til viðtals um það leiðinda mál. Enginn þeirra telur það skyldu sína að verja verk eða verkleysi R-listans. Ég held að þessi staðreynd skýri að nokkru hvers vegna kosningabaráttan hefur verið frekar daufleg hingað til. En mér segir svo hugur um að þessi flótti vinstri flokkanna frá eigin verkum muni koma þeim í koll. Farið og komið ekki afturSkattar okkar borgarbúa hafa hækkað á kjörtímabilinu þrátt fyrir loforð R-listans um annað fyrir síðustu kosningar. Skuldir hafa hækkað á sama tíma og hlýtur það að teljast einhvers konar fjármálaafrek. Lóðir hefur skort og húsnæði hækkað sem því nemur. Skipulagsmál eru í molum og nauðsynleg umferðarmannvirki eins og til dæmis Sundabraut sitja árum saman á hakanum. Hin nýja Hringbraut hefur allt til að bera til að flokkast undir alþjóðlegt viðundur, svo gjörsamlega er sú framkvæmd úr öllu hófi.Vísvitandi hefur verið reynt að eyðileggja einkareknu grunnskólana í Reykjavík, þrifnaði í borginni er víða stórlega ábótavant og svona er lengi hægt að telja áfram. Spunameisturum og auglýsingastofum vinstri flokkanna finnst sjálfsagt sniðugt og jafnvel nauðsynlegt að hlaupa frá verkum R-listans. Mér finnst þessi pólitík ábyrgðarlaus og til þess fallinn að draga úr áhuga almennings á kosningum og þar með veikja lýðræðið.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun