Innlent

Borgarstjóri rennir fyrir lax

Laxveiðin í Elliðaám hófst klukkan sjö í morgun með því að nýi borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson renndi fyrir laxi.

Þegar síðast heyrðist frá borgarstjóranum hafði hann sett í tvo laxa en misst þá báða. Laxveiði er hafin víða um land og fer nokkuð misjafnlega af stað, enda sumstaðar óvenju mikið vatn í ánum vegna mikilla rigninga, en við þær aðstæður eru þær oft gruggugar og erfitt að veiða í þeim. Sérfræðingar Veiðimálastofnunar eru nokkuð bjartsýnir á góða laxveiði í sumar víðast hvar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×