Innlent

Nýr aðstoðarmaður félagsmálaráðherra

Mynd/ Skessuhorn

Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra og mun hefja störf þegar í stað.

Guðmundur Páll er Akurnesingur og lauk námi árið 1978 frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Hann starfaði hjá Haraldi Böðvarssyni hf. og HB Granda hf. frá árinu 1986 og lengst af sem starfsmannastjóri. Hann var ráðinn bæjarstjóri á Akranesi 1. nóvember 2005 og gegndi því starfi þar til í síðustu viku. Hann var kjörinn í bæjarstjórn Akraness árið 1994 sem oddviti Framsóknarflokksins og hefur sem bæjarfulltrúi setið í fjölmörgum nefndum og ráðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×