Innlent

Samningur Reykjavíkurborgar og Bauhaus undirritaður

MYND/Heiða Helgadóttir

Í dag var undirritaður samningur um sölu borgarinnar á umdeildri lóð við Vesturlandsveg til þýska byggingavöruverslunarfyrirtækisins Bauhaus. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og fulltrúar alþjóðlegu verslanakeðjunnar undirrituðu samninginn um fjögurleytið í Höfða.

Stórverslun Bauhaus mun rísa á lóðinni sem er við rætur Úlfarsfells. Gefið hefur verið upp fermetraverð samningsins og miðað við það má ætla að Bauhaus hafi borgað yfir 600 milljónir fyrir lóðina. Síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist upp úr áramótum.

Forsvarsmenn BYKO hafa fest kaup á lóð hinum megin við Vesturlandsveginn, en eins og kunnugt er hafa þeir ekki verið sáttir við þessi lóðakaup Bauhaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×