Innlent

Gert ráð fyrir 4,7% hagvexti á árinu

Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 4,7% á árinu samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins.

Á síðasta ári jukust þjóðarútgjöld og er áætlað að hagvöxtur árið 2005 hafi verið 5,5%. Á þessu ári er gert ráð fyrir að það hægi á vexti þjóðarútgjalda. Í endurkoðaðri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að hagvöxtur á árinu 2006 verði 4,7%. Stax á næsta ári er séð fram á umtalsverðan samdrátt í fjárfestingu þegar núverandi stóriðjuframkvæmdum lýkur. Hins vegar er gert ráð fyrir að utanríkisviðskipti batni og því verði hægt að viðhalda hagvexti og að hann verði 1% á næsta ári. Hagvöxtur á síðan að aukast á ný árið 2008 og verða þá 2,3%.

Gert er ráð fyrir að viðskiptahallinn sem í fyrra var 16,5% af landsframleiðslu, verði áfram mikill í ár eða 15,9%. Draga á hins vegar hratt úr honum samkvæmt spánni vegna vaxandi útflutnings á áli og samdráttar í innflutningi. Árið 2007 er spáð að hann verði 7,8% af landsframleiðslu. Þannig er gert ráð fyrir að það dragi rólega úr þenslunni í efnahagsmálum.

Í spá Fjármálaráðuneytisins kemur einnig fram að talið er að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti sína enn frekar til að slá á verðbólgu og geti þeir orðið allt að 14% á árinu en eru nú 12,25%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×