Innlent

Undirbjóða vinnu annarra útlendinga

Formaður Samiðnar segir dæmi um að erlendir starfsmenn frá nýjum aðildarríkjum EES, sem koma til landsins á eigin vegum, reyni að hafa vinnu af öðrum útlendingum með undirboðum.

Kvaratanir hafa borist Samiðn þess efnis að útlendingar sem komið hafa til landsins í atvinnuleit eftir 14. maí reynir að ná vinnu af öðrum erlendum starfsmönnum. Þeir undirbjóða vinnu sína því þeir mega illa við því að vera lengi í atvinnuleit því þeir koma oft peningalitlir til landsins.

Finnbjörn segir þetta vera í takt við varúðarorð frá Skandinavíu þegar ákveðið var að opna íslenskan vinnumarkað fyrir erlendu vinnuafli frá nýjum EES ríkjum. Hann segir Samiðn og Alþýðusambandið vilja meðal annars ræða þetta mál við ríkisvaldið í viðræðunum um endurnýjun kjarasamninga. En hvað telur hann hægt gera til að sporna við þessari þróun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×