Innlent

Baugur ýjar að málssókn gegn Ekstra-blaðinu

MYND/GVA

Baugur Group mótmælir harðlega þeim blaðagreinum sem blaðamenn danska Ekstra-blaðsins hafa skrifað um fyrirtækið að undanförnu og segir greinarnar fullar af villum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs.

Þar er einnig bent á að engin tengsl séu eða hafi nokkurn tíma verið á milli Baugs Group og Rússans Mikhail Fridman, Baugur eigi ekki í flugfélaginu Sterling og þá hyggi félagið ekki á stækkun í Rússlandi. Fram kemur í tilkynningunni að fyrirtækið muni verja sig með lagalegum ráðum og segir upplýsingafulltrúi forstjóra Baugs að fyrirtækið útiloki ekki að það höfði skaðabótamál vegna umfjöllunar Ekstra-blaðsins. Jafnframt er þar tekið fram í yfirlýsingunni að rangt sé að enginn vilji tjá sig um málefni Íslendinga erlendis því Baugur hafi ítrekað reynt að fá birtar athugasemdir frá fyrirtækinu í Extra-blaðinu vegna fréttanna en þær hafi ekki ratað inn á síður blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×