Innlent

Þrjár konur á móti níu körlum

Karlar eru í efstu sætum á öllum listum Samfylkingarinnar þar sem prófkjör hafa farið fram. Ef sömu úrslit verða í næstu þingkosningum og þeim síðustu fá aðeins þrjár konur þingsæti á móti níu körlum í fjórum af fimm kjördæmum.

Eftir að fjögur af fimm prófkjörum Samfylkingarinnar eru aðeins þrjár konur í þingsætum á móti níu körlum sé miðað við síðustu þingkostningar. í Suðurkjördæmi hefur Samfylkingin fjóra þingmenn, þar eru þrír karlar í þremur efstu sætunum og svo er Ragnheiður Hergeirsdóttir í fjórða sætinu. Það sæti verður að teljast baráttusæti en það náðist tæplega í síðustu kosningum.

Í Suðvesturkjördæmi eru nú fjórir þingmenn. Eftir prófkjörið er karl í fyrsta sæti, konur í örðu og þriðja sæti og karlar í fjórða og fimmta sæti. Þar verður fimmta sætið að teljast baráttusæti. Í Norðvesturkjördæmi eru tvö þingsæti talin nokkuð örugg og munu tveir karlar verma þau. Í þriðja sætinu er starfandi þingmaður, Anna Kristín Gunnarsdóttir, og er afar ólíklegt að flokkurinn nái að bæta við sig þingsæti í kjördæminu og því fækkar líklega þar um eina konu. Í Norðausturkjördæmi eru tvö þingsæti og munu karlar verða í þeim en svo er Lára Stefánsdóttir í þriðja sætinu og þarf flokkurinn að bæta við sig talsverðu fylgi í kjördæminu eigi hún að komast á þing.

Formaður flokksins segir ekki hægt að fella þessi kjördæmi undir sama hatt því útkoman hafi verið góð í Kraganum. Og hún telur konurnar hafa sett markið nógu hátt og aðeins hársbreidd hafi munað að Ragnheiður Hergeirsdóttir hafi náð örðu sæti. Ingibjörg segir gott jafnvægi vera á milli kynja í flokknum og vonar að svo verði áfram. Flokkurinn þurfi að berjast fyrir að koma þeim konum inn sem eru í baráttusætum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×