Ráðherrann þarf að víkja 2. júní 2006 06:45 Alfredo Reinado Leiðtogi uppreisnarsveita hersins segist ekki vera sökudólgurinn, heldur sé ástandið Alkatiri forsætisráðherra að kenna. MYND/ap Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar. Erlent Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar.
Erlent Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira