Viðskipti innlent

TM innleysir hlut sinn í Gretti

Tryggingamiðstöðin
Stjórn TM vill losa um hlut í Gretti sem er metinn á 5,5 milljarða króna.
Tryggingamiðstöðin Stjórn TM vill losa um hlut í Gretti sem er metinn á 5,5 milljarða króna.

Stjórn TM hefur ákveðið að innleysa eignarhlut sinn í Fjárfestingarfélaginu Gretti. Grettir er einnig í eigu Landsbankans, Óperu, félags Björgólfsfeðga, Sunds og smærri hluthafa. Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir að í gildi sé hluthafasamkomulag um að hluthafi geti farið fram á innlausn hlutabréfa í félaginu. Það sé mögulegt að aðrir hluthafir kaupi hlut TM, eða Grettir verði leystur upp, en þetta mál verður rætt á hluthafafundi sem fram fer í júlí.

Á fundinum, sem boðaður er að ósk Sunds, fer einnig fram kosning til nýrrar stjórnar. Blátjörn, sem er í eigu Björgólfsfegða og Sunds, hefur nýlega eignast tæp 38 prósent hlutafjár í TM.

TM fer með 31 prósenta hlut í Gretti, sem var bókfærður á tæpa 5,5 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Grettir er eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins og verði félagið leyst upp er ljóst að verulegar breytingar gætu orðið á eignarhaldi í Straumi. Félagið er meðal stærstu hluthafa í Straumi þar sem deilur hafa staðið milli helstu eigenda, Björgólfs Thors Björólfssonar og Magnúsar Kristinssonar. Einnig á Grettir hluti í Avion Group, Icelandic Group og Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×