Innlent

Skíðaferðir í beinu flugi

Skíðaferðir eru alltaf vinsælar hjá Íslendingum á veturna og nú hafa Heimsferðir hafið sölu á skíðaferðum til Salzburg í Austurríki. Ferðirnar eru í janúar og febrúar og er flogið í beinu flugi til Salzburg að morgni og komið út um hádegi. Í ár er boðið upp á þá nýjung að skíðaunnendur geta nú valið um að dvelja í 9, 12, eða 14 daga.

Frá Salzburg er stutt að fara á aðra skíðastaði eins og Flachau og Zell am See og bjóða Heimsferðir upp á gistiaðstöðu á öllum þessum stöðum. Flug fram og til baka með sköttum kostar frá 29.990 krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×