Ekkert til að biðjast afsökunar á Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 21. október 2006 05:00 Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar