Bíó og sjónvarp

Silfurkirkjugarður

Amadeus - sjónvarpstaka - myndataka.  Þórunn S Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður.  Stefán Baldursson.  Hilmir Snær
Amadeus - sjónvarpstaka - myndataka. Þórunn S Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður. Stefán Baldursson. Hilmir Snær

Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahöfundur hefur átt langt og gott samstarf með Stefáni Baldurssyni leikstjóra. Hún hefur unnið á mörgum sviðum landsins en er að gera sína fyrstu leikmynd fyrir stærsta leiksvið á landinu. Raunar er þetta í annað sinn sem hún vinnur fyrir Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Aðspurð hvernig hafi verið svarar hún: „Ágætt bara.“

Á stóra sviðinu vinnur hún með allt rýmið og lýsir verki sínu sem silfruðum kirkjugarði. „Vín er stundum kölluð borg minninganna og þar eru kirkjugarðar í hávegum hafðir.“ Örlög Mozarts urðu þau að hverfa ofan í fátækragrafreit Vínar meðan Salieri fékk virðulegan minnisvarða - um hríð. Þórunn segir samt talsvert barokk í sviðsmyndinni og offlæði, einkum í glæsilegum búningum Helgu I. Stefánsdóttur.

Verkið er silfruð minning en stýrist af tvíræðni Salieris: iðrast hann eða er yfirbót hans blekking? Skrautlegt yfirborð?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.