Innlent

Sainz neitar staðfastlega sök

Á leið úr dómsal Jesus Sainz ásamt lögmanni sínum, Erlu S. Árnadóttur, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Á leið úr dómsal Jesus Sainz ásamt lögmanni sínum, Erlu S. Árnadóttur, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
 Mál ríkislögreglustjóra á hendur Jesusi Sainz, fyrrverandi starfsmanni Íslenskrar erfðagreiningar, vegna brota á höfundaréttarlögum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Honum er gefið að sök að hafa á tveggja vikna tímabili í júní síðastliðnum afritað í heimildarleysi 29 skrár af netþjóni ÍE sem hver um sig hafði að geyma umtalsvert safn upplýsinga sem voru að sögn fyrirtækisins afrakstur verulegra fjárfestinga þess.

Sainz neitaði sök fyrir dómi og verður málið tekið fyrir að nýju í nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×