Innlent

Verulegar líkur á lækkunum á hlutabréfum

Í Kauphöll Íslands
Í Kauphöll Íslands MYND/Valli

Lektor í viðskiptafræði segir verulegar líkur á lækkunum á íslenskum hlutabréfum og mikil áhætta sé fólgin í kaupum á þeim. Ekki sé innistæða fyrir hækkunum undanfarið en Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um rúm 24% frá áramótum.

Undanfarið hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkað hratt. Á síðustu tólf mánuðum hefur hækkun hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni verið um 77%. Stefán B. Gunnlaugsson, lektor í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, segir aldrei áður hafi slíkar hækkanir á hlutabréfum sést í hinum Vestræna heimi. Hann segir hækkun hlutabréfa frá áramótum í raun vera á við tveggja ára hækkun á almennum hlutabréfamörkuðum. Einhverjar jákvæðar fréttir hafa borist frá fyrirtækjunum sem geti haft áhrif auk þess sem uppgjör voru góð hjá mörgum fyrirtækjum. Það skýri þó ekki að fullu hækkanirnar og því sé líklega um einhverja verðbólu að ræða.

Stefán telur að hækkanirnar standi ekki undir sér og að ekki sé innistæða hjá öllum fyrirtækjunum fyrir hækkununum. Hann telur líkur á verðlækkunum á hlutabréfum þó nokkara en fari svo að bréfin lækki þá getur það gerst hratt. Stefán ráðleggur fólki ekki að kaupa íslensk hlutabréf eins og staðan er í dag því áhættan í því sé mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×