Lífið

Helgi Rafn gefur út Angelu

Helgi Rafn Sendir frá sér smáskífu af væntanlegri breiðskífu sem kemur út í september. Helgi Rafn lenti í sjötta sæti í Idolinu 2004.
Helgi Rafn Sendir frá sér smáskífu af væntanlegri breiðskífu sem kemur út í september. Helgi Rafn lenti í sjötta sæti í Idolinu 2004.

Helgi Rafn Ingvarsson, sem lenti í sjötta sæti í fyrstu Idol-keppninni árið 2004, sendir frá sér nýtt lag á mánudaginn. Nefnist það Angela og er að finna á fyrstu plötu hans sem er væntanleg í september.

Þetta er ástarlag, eins og svo mörg önnur. Sögumaðurinn er drengur sem er að syngja til stúlku. Hann skilur ekki af hverju hann er ástfanginn af henni. Henni hefur tekist að vinna hann og hann reynir að átta sig á því hvort hann er sáttur eða ekki. Ástin hefur nefnilega sínar dökku hliðar, segir Helgi Rafn.

Upptökur á nýju plötunni standa nú yfir. Helgi semur lögin á henni ásamt þeim Pétri Benediktssyni, sem hefur m.a. unnið með Mugison, og Karli Olgeirssyni, sem er jafnframt upptökustjóri plötunnar. Sigtryggur Baldursson, fyrrum trommari Sykurmolanna, sér um allan trommuleik á plötunni.

Ég er með einvala lið með mér, segir Helgi Rafn. Þetta verður mjög fjölbreytt plata. Við erum að reyna að skapa heildarsvip en þarna munu koma alls konar stefnur saman.

Hann játar að reynslan í Idol hafi nýst sér í tónlistinni en þó aðallega við að koma fram. Ég hef spilað í böndum síðan í tíunda bekk. Það er rosaleg reynsla og allt önnur en í Idolinu, þó að það hafi gert sitt, segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.