Frelsi í stað ríkisafskipta 18. september 2006 04:30 Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar