Innlent

Færri reykja í návist barna

Jakobína Árnadóttir. Fleiri foreldrar virða rétt barna sinna á reyklausu umhverfi.
Jakobína Árnadóttir. Fleiri foreldrar virða rétt barna sinna á reyklausu umhverfi.

Dregið hefur verulega úr reykingum í návist barna og foreldrar virða rétt barna sinna á reyklausu umhverfi. Þetta er niðurstaða rannsóknar Jakobínu Árnadóttur, verkefnisstjóra tóbaksvarna á Lýðheilsustöð.

Jakobína rannsakaði reykingar smábarnaforeldra á árunum 1995-2006 og kynnti niðurstöðuna á nýafstaðinni tóbaksvarnarráðstefnu, LOFT, sem haldin var í Reykjanesbæ.

Jakobína segir að fyrir ellefu árum hafi 45 prósent þriggja ára barna orðið fyrir óbeinum reykingum einu sinni í viku eða oftar en nú sé þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Á þessu tímabili hefur dregið úr reykingum en aukin tillitssemi á líka sinn þátt í að færri börn verða nú fyrir áhrifum óbeinna reykinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×