Innlent

Bandarískt spínat innkallað

Hugsanlegur sýkingarvaldur. Ferskt spínat frá Bandaríkjunum var afturkallað í verslunum landsins vegna hugsanlegrar bakteríusýkingar sem ber nafnið Enterohemoragísk E.coli (EHEC).
Hugsanlegur sýkingarvaldur. Ferskt spínat frá Bandaríkjunum var afturkallað í verslunum landsins vegna hugsanlegrar bakteríusýkingar sem ber nafnið Enterohemoragísk E.coli (EHEC).

Sala á fersku spínati frá Bandaríkjunum hefur verið stöðvuð í verslunum Hagkaupa vegna hugsanlegrar bakteríusýkingar. Þetta er spínat frá merkjunum „Hollt og Gott“ og „Earthbound Farms“.

„Við fengum fregnir af þessu á laugardagsmorgun og vorum búin að fjarlægja vöruna úr verslunum okkar upp úr hádegi,“ segir Sigurður Reynaldsson, innkaupastjóri matvöru í Hagkaupum.

Neytendur eru hvattir til að skila þessu spínati aftur til verslana og fá það endurgreitt. Spínatið var afturkölluð í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og enn er verið að rannsaka hvort um sýkingu sé að ræða.

Spínatið er talið vera valdur að alvarlegri sýkingu í Bandaríkjunum sem nefnist e.coli. Bakterían getur haft alvarleg veikindi í för með sér en hefur ekki borið mikið á henni hérlendis. Einkenni sýkingarinnar er mismunandi en meðal þeirra eru niðurgangur og slæmir kviðverkir.

„Það er enn verið að greina rót vandans í Bandaríkjunum og bíðum við átekta eftir svörum frá aðilum þar,“ segir Sigurður en nú þegar hafa versluninni borist þó nokkrar fyrirspurnir varðandi sýkinguna frá viðskiptavinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×